Handknattleiksráð ÍBV hefur samið við Nemanja Malovic fyrir keppnistímabilið 2015 til 2016.
Nemanja er 24 ára gamall Svartfellingur. Hann spilaði með ÍBV keppnistímabilið 2012 til 2013 þegar liðið sigraði 1. deildina örugglega. Nemó var markahæsti leikmaður liðsins það tímabil, skoraði 141 mark í 19 leikjum. Hann setti met þetta tímabil hjá ÍBV þegar hann skoraði 17 mörk í einum leik í 26-25 marka sigri gegn Selfossi.
Eftir tímabilið í Eyjum fór Nemó til Sviss þar sem hann hefur spilað síðustu tvö tímabil með Amicitia Zurich í efstu deild.
ÍBV býður Nemanja velkominn á Eyjuna aftur. Voandi fær hann að upplifa þá stemmningu og gleði sem hefur verið í gangi hjá liðinu undanfarin tvö keppnistímabil.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.”
Handknattleiksráð ÍBV.