Orlofsnefnd húsmæðra í Vestmannaeyjum hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún leitaði eftir því að bærinn styrkti orlofsferð húsmæðra þetta árið. Nefndi benti á lög máli sínu til stuðnings þar sem segir sveitarfélögum sé skylt að styrkja húsmæður sem vilja taka sér orlof. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni til húsmæðraorlofs í fjárhagsáætlun 2015.
Konurnar feng blátt nei við beiðninni og vísaði meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarráði til jafnréttisjónarmiða og laga þar að lútandi. �??Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum og grundvallarreglum stjórnskipunarinnar er þó augljóst að slíkum úrræðum verður eingöngu beitt þegar nauðsyn krefur til og að rétta hlut kvenna þar sem á hefur hallað. Verður ekki séð að lög um orlof húsmæðra uppfylli þetta skilyrði enda fá húsfeður og eða ekklar ekki notið til jafns við konur þess orlofs sem lögin kveða á um. Ljóst má því telja að lög um orlof húsmæðra brjóta gegn lögum um jafna stöðu karla og kvenna og grundvallarreglum íslenskrar stjórnskipunar,�?? segir m.a. í bókun meirihlutans.
Upphæðin sem orlofsnefndin fór fram var 104 þúsund. Stefán �?skar Jónasson Eyjalista lét bóka bóka að hann er hlynntur því að orlofsnefnd húsmæðra í Vestmannaeyjum fái styrkinn.
Ferðin var samt farin og tóku 22 konur þátt í henni og skemmtu sér vel samkvæmt heimildum blaðsins.