Báturinn Víkingur, frá Viking Tours í Vestmannaeyjum, komst í hann krappan Kletthelli síðastliðinn laugardag. Báturinn rakst utan í hellisvegginn og greip um sig nokkur ótti hjá ferðamönnum um borð
Ferðamaður setti myndband af atvikinu á YouTube sem sjá má hér að ofan. Sigmundur Gísli Einarsson, skipstjóri, segir skemmdir hafa verið lítils háttar. �??�?að komu sviptivindar og báturinn þeyttist til. Við settum þessa hlið með ráðum í klettinn til að forða bátnum frá frekari skemmdum og til að ná að rétta hann�??
Sigmundur segist sigla inn í Klettshelli með ferðamenn á hverjum degi og þótt ótti hafi gripið um sig hafi allt verið við fulla stjórn. �??�?að er mikið dýpi þarna og getur verið erfitt að eiga við bátinn í þessum aðstæðum. En fólk var fljótt að sjá að það var full stjórn á öllu.�??

Rúv.is greindi frá