Á íslandi hefur hugtakið áfallahjálp verið notað í í meira en áratug. Áfallhjálp er skammvinn fyrirbyggjandi íhlutun sem veitt er þeim sem orðið hafa fyrir hættu sem ógnar lífi eða limum og þeim sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða. Við slíka reynslu kemur mikill ótti, hjálparleysi eða hryllingur sem getur setið eftir í huga fólks og valdið ýmis konar viðbrögðum. Mikilvægt er að vinir og fjölskylda styðji þann sem orðið hefur fyrir áfalli því það er yfirleitt besta hjálpin í áföllum.
Áföll geta haft varanleg áhrif á fólk og er um að ræða mikið tilfinningalegt álag. Áföll eru gjarnan tengd reynslu eða upplifun á alvarlegum atburði.
Áfall hefur verið skilgreint sem sterk streituviðbrögð í kjölfar ákveðinna óvæntra atburða. Slíkir atburðir eru náttúruhamfarir og slys hvers konar. Litill hluti þeirra sem lenda í slíkum atburðum veikjast af sálrænum kvillum en langvinn eftirköst eru þó líklegri. Áfallahjálp er ekki hjálp við hvers kyns vanda. Sá sem er í kreppu vegna skilnaðar til dæmis eða atvinnuleysis þarf annars konar aðstoð, einnig sá sem er í sorg hann þarf á sorgarstuðningi að halda.
Áfallhjálp er ekki meðferð því það er ekki sjúkdómur að upplifa áfallstreituviðbrögð alveg eins og það er ekki sjúkdómur að vera í sorg. Einstaklingar þurfa aðstoð við að skilja líðan sína og fræðslu um hvernig best er að takast á við þessi sterku viðbrögð. Ef þörf er á meiri aðstoð en sálrænni skyndihjálp sem nánustu ættingjar eða vinir geta veitt er hægt að leita til fagfólks sem veitt getur einstaklingum eða hópum sérhæfðan sálrænan stuðning.
Slík viðtöl miða að því að aðstoða einstaklinginn við að skoða og fá leiðsögn við að vinna úr þeim hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum sem sitja eftir í kjölfara atburðarins. Farið er í gegnum atburðinn, hann skoðaður með einstaklingum, honum veitt fræðsla og lagt mat á áhættuþætti sem hugsanlega gætu valdið því að einstaklingurinn þurfi frekari aðstoð.
Heimildir
Margrét Blöndal, 2007. Áföll, áfallastreita, áfallahjálp, sorg og sorgarstuðningur. Reykjavík, Landspítali háskólasjúkrahús.
Rudolf Adolfsson og Borghildur Einarsdóttir (1999). Sálræn eftirköst áfalla; upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þolendur áfalla og þeirra nánustu. Landlæknisembættið og Miðstöð áfallahjálpar Landspítala Fossvogi.
Sálræn skyndihjálp og mannlegur stuðningur. (1997). Uffe Kirk. Rauði Kross Íslands.
F.h Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, �?löf Árnadóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslu Rangárþings HSU.