Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að engin hætta hafi skapast þegar báturinn Víkingur snerist um 30 gráður í mynni Landeyjahafnar 20. maí. 60 manns voru um borð og urðu sumir óttaslegnir.
Jón Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa, segist bæði hafa skoðað myndband úr öryggismyndavél sem sýnt var í sjónvarpsfréttum og rætt við skipstjóra Víkings.
Hann telur að skipstjórinn hafi haft fulla stjórn á bátnum og ekki sé ástæða til að rannsaka málið frekar.
Skipstjórinn sagði í viðtali við fréttastofu að það hefðu komið þrjú brot aftan á bátinn og að stjórnborðsvélin hefði verið sett á fullt aftur á bak til að rétta hann af. �?að hafi tekið skamman tíma og engin hætta hafi skapast.
Daginn eftir snerist Herjólfur í innsiglingunni. Jón segir að það atvik verði tekið til skoðunar.
rúv.is greindi frá