Í gær var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli því sem Vestmannaeyjabær höfðaði gegn Síldarvinnslunni og Berg/Hugin þess efnis að ógiltur yrði með dómi samningur um kaup Síldarvinnslunnar hf. á öllum eignarhlutum í Bergi -Hugin ehf. dagsettur í ágúst 2012. Dómur féll útgerðunum í vil og kaupsamningur þeirra á milli því gildur. Athygli vekur að málskostnaður er felldur niður sem bendir til þess að hæstiréttur hafi talið málefnalegar ástæður fyrir málarekstri Vestmannaeyjabæjar burt sé frá niðurstöðunni.Áður hafði Vestmannaeyjabær unnið fullnaðarsigur í héraðsdómi. Um er að ræða tvö skip, Vestmannaey VE og Bergey VE og um 5000 þorskígilda kvóta.
Elliði Vignisson bæjarstjóri hefur þetta um málið að segja: �??Lykilatriði þessa máls er að nú er komin niðurstaða og hún er sú að forkaupsréttur sveitarfélaga samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er ekki virkur. �?ar með er sú litla vörn sem löggjafinn byggði inn í lögin að engu hafður. Vörn íbúa gegn skyndilegum og miklum breytingum í atvinnuumhverfi sveitarfélagsins er engin.
Ekki dugði minna til 1 héraðsdómara og 5 hæstaréttardómara til að komast að niðurstöðu og var sú niðurstaða misvísandi milli dómsstiga. �?egar þannig hagar til er eðlilegt að sveitarstjórnir og útgerðir um allt land eigi erfitt með að fóta sig og lendi upp á kant vegna formgalla á lögunum. �?á verkur það sérstaka athygli vekur að málskostnaður er felldur niður sem bendir til þess að hæstiréttur hafi talið málefnalegar ástæður fyrir málarekstri Vestmannaeyjabæjar burt sé frá niðurstöðunni.
Krafa sjávarbyggða nú hlýtur því að vera að skerpt verði á ákvæðinu forkaupsrétt og trygg verði að útgerðir geti ekki á markvissan máta farið fram hjá vilja löggjafans með lagatæknilegum æfingum.
�?g vil þó að það komi skýrt fram að samningur milli Bergs-Hugins og Síldarvinnslunnar er ekki með neinum hætti ólíkur því sem gengur og gerist í kaupum og sölum á útgerðunum. �?að sem gerir þetta mál sérstakt eru viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og ákvörðun bæjarstjórnar um að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort íbúar ættu vörn í lögum um stjórn fiskveðar eða ekki.
Íslendingar búa við eitt hagkvæmasta fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkist meðal fiskveiðiðþjóða. Kerfi sem tryggt hefur þjóðinni verulegan arð og hagsæld í gegnum tíðina. Frjálstframsal aflaheimilda er ein af grunnforsendum þessarar hagkvæmni. Galli þess er þó að herkostnaður hagræðingarinnar hefur eingöngu bitnað á íbúum sjávarbyggða. �?annig hefur til að mynda íbúum í Vestmannaeyjum fækkað um 20% frá því að hið frjálsa framsal var tekið upp. Víða hefur byggðaröskunin orðið enn meiri. Krafa Vestmannaeyjabæjar nú sem fyrr er að sú litla byggðarvörn sem þó er í lögum um stjórn fiskveiða sé virt og á henni verði skerpt. Forkaupsrétturinn dregur enda ekki úr hagræði enda ljóst að kaupverðið ræðst af hagkvæmni og til að nýta forkaupsréttinn þarf útgerð á viðkomandi stað að vera amk. jafn hagkvæm og á þeim stað sem til stendur að flytja aflaheimildirnar og veiðiskipin.
Vestmannaeyjabær mun í framhaldi af þessum dómi óska eftir fundi með Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að ræða þessi mál með það að leiðarljósi að treysta enn frekar hagsmuni sjávarbyggða og þar með sjávarútvegs á Íslandi.�??
Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri