ÍBV mætir Keflavík í Pepsi-deild karla í dag þegar 7. umferðin hefst. Leikurinn fer fram klukkan 17:00. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson stýra Keflavík í fyrsta skipti í dag, en þeir voru ráðnir þjálfarar Keflavík í vikunni eftir að Kristjáni Guðmundssyni var sagt upp störfum. Keflavík situr á botni Pepsi deildarinnar með eitt stig en ÍBV er í því tíunda með fjögur stig.