Í gær mættust KFS og Kári á Hásteinsvelli í 3. deild karla þar sem KFS hafði sigur 2-0. Kjartan Guðjónsson kom KFS yfir á 23. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.
Sigurður Grétar Benónýsson bætti svo öðru marki við á 68. mínútu og lokatölur voru 2-0. �?etta var fyrsti sigur KFS á Kára og hefnd fyrir samanlagt 8-4 tap í fyrra. KFS var spáð níunda sæti fyrir tímabilið en eru í 2. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með níu stig.