Pæjumót TM fer fram 10-13. júní og eru liðin byrjuð að undirbúa sig að keppi. Skemmtileg hefð hefur skapast hjá stúlkunum að láta taka mynd af sér. Frumlegasta myndin að mati dómnefndar vinnur ásamt “like” fjölda á Facebook. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en TM býður öllum leikmönnum sem og þjálfurum liðsins út að borða og í bíó.
Hér er hægt að nálgast allar myndirnar og hvetjum við alla að sjálfsögðu að taka þátt en meðfylgjandi er myndin sem ÍBV sendi í keppnina.