ÍBV lagði KR að velli í kvöld 6-0. Með sigrinum eru stelpurnar komnar í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig. ÍBV var mun betra liðið í kvöld og strax á 11. mínútu skoraði Kristin Erna Sigurlásdóttir fyrsta mark leiksins. Á 22. mínútu kom �?órhildur �?lafsdóttir ÍBV í 2-0. Kristín Erna skoraði svo þriðja mark ÍBV þremur mínútum síðar. Stelpurnar voru ekki hættar og á 29. mínútu kom Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV í 4-0 og þannig var staðan í hálfleik.
Díana Dögg Magnúsdóttir opnaði markareikninginn fyrir ÍBV í síðari hálfleik þegar hún kom ÍBV í 5-0 á 67. mínútu. �?að var svo Kristín Erna Sigurlásdóttir sem skoraði síðasta mark leiksins og fullkomnaði þrennu sína og lokatölur 6-0, frábær sigur hjá ÍBV.