Í dag opnar Laufey Konný Guðjónsdóttir sína frystu einkasýningu í Einarsstofu. Sýninginn opnar klukkan 16 og er opin til 18. Sýningin verður svo opin frá laugardegi til þriðjudags frá 10-17.
Laufey Konný Guðjónsdóttir er fædd 16. nóvember 1960 í Reykjavík. Hún ólst upp á höfuðborgarsvæðinu en flutti til Vestmannaeyja 21 árs gömul og hefur búið þar alla tíð síðan.
Konný hafði alltaf gaman að því að teikna en það var ekki fyrr en um haustið 1994 að hún fór á myndlistarnámskeið hjá Sigurfinni Sigurfinnssyni, og tók hún tvö námskeið hjá honum.
Ári síðar fór hún til Steinunnar Einarsdóttur í olíumálun og var þar til 2012, en hjá Steinunni tók hún einnig eitt pastel námskeið ásamt einu teikninámskeiði. Hjá Bjarna �?lafi Magnússyni tók Konný námskeið í krítar og kolateikningu, svo tók Konný stutt teikninámskeið hjá Skúla �?lafssyni. Á þessu ári hefur hún tekið kolateikninámskeið hjá Sigrúnu Gunnarsdóttur og námskeið hjá �?orgrími Andra Einarssyni í olíumálun.
Hún hefur einnig verið mjög dugleg að sækja hin ýmsu handverks og listanámskeið önnur, meðal annars í silfursmíði, leir og gler. En einnig nokkur ljósmyndanámskeið, enda ljósmyndun hitt stóra áhugamál hennar. Konný hefur verið virkur félagsmaður í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja frá stofnun þess og setið í stjórn þess einnig allan tímann.
Hún leigir ásamt 15 öðrum félagsmönnum í KFUM og K. Á þessari sýningu er Konný bara með verk sem hún hef gert frá því að þau fengu KFUM og K húsið til leigu eða frá 1. Apríl 2014.