Pæjumót TM í Vestmannaeyjum stendur nú sem hæst og þar etja kappi 650 ungar og efnilegar knattspyrnukonur. �?etta eru stúlkur í fimmta flokki og hafa þær sett skemmtilegan svip á bæinn ásamt 150 þjálfurum og fararstjórum. Alls eru 76 lið sem keppa á mótinu frá 26 félögum.
Ýmislegt annað verður gert en að spila fótbolta þessa daga. Diskósund, bátsferð, kvöldvaka, Idol keppni, landleikur og grillveisla. Pæjumót í Vestmannaeyjum hefur verið haldið síðan 1990 en 5. flokkur kvenna leikur á mótinu en það eru stelpur sem eru 11-12 ára. Mikið fjör var á kvöldvökunni í gærkvöldi þar sem þessar myndir voru teknar.