�?að var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku enda töluverður fjöldi fólks í bænum í tegnslum við TM-pæjumót ÍBV. Helgin fór ágætlega fram en nokkuð var þó um ölvun og þurfti lögreglan að aðstoða fólk af þeim sökum.
Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í liðinni viku en um var að ræða þjófnað úr geymsluskáp í kjallara Golfskálans en þarna hafði skápurinn verið spenntur upp og þaðan stolið tveimur kössum af Titleist pro v1 golfboltum alls 24 boltum. Talið er að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á milli kl. 17:00 og 20:00 laugardaginn 13. júní sl. �?eir sem einhverjar upplýsingar hafa um hver þarna var að verki er vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu.
Alls liggja níu kærur fyrir vegna brota á umferðarlögum en m.a. er um að ræða ólöglega lagningu ökutækja, vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar, vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og stöðvunarskylda ekki virt.