Bæjarráð kom saman í dag og fyrir ráðinu lágu upplýsingar um að tollsérfræðingur í Vestmannaeyjum hafi verið ráðinn í stöðu aðstoðaryfirtollvarðar á tollpósti og komi þar með til með að skipta um starfstöð. Bæjarráð leggur á það áherslu að sem fyrst verði ráðið í þessa stöðu og ekki verði reynt að leika þann leik að nota breytingar á starfsmannahaldi til að gengisfella þjónustu og flytja störf frá landsbyggðinni á atvinnusvæði höfuðborgarinnar.