Annað kvöld klukkan 20.15, miðvikudagskvöldið , 17.júní, verður á dagskrá Skjás Eins þátturinn Lífið er yndislegt. �?etta eru tónleikarnir í Hörpu frá í janúar. �?að voru hjónin Bjarni �?lafur Guðmundsson og Guðrún Mary �?lafsdóttir sem stóðu fyrir tónleikunum og vonast þau til koma út CD og DVD fyrir goslokahelgina. �?ar verða tónleikarnir í fullri lengd, sem og smá aukaefni.

�??�?að styttist í �?jóðhátíðardaginn. Íslendingar fá þarna flotta afmælisgjöf frá Skjá Einum. Tónleikarnir Lífið er yndislegt – ég veit þú kemur, verða sýndir á Skjá Einum Í opinni dagskrá, á morgun, 17. júní kl. 20.15. Ekki missa af þessu. Síðan kemur CD/DVD pakki út á næstu vikum og vonandi verður hann kominn til Eyja fyrir goslokahelgi,�?? sagði Bjarni �?lafur.
Hér má sjá grein Gísla Valtýssonar af tónleikunum sem voru frábærir:
Harpan :: Frábærir Eyjatónleikar :: �?ar var lífið yndislegt:
Merkilegt fyrirbæri, þessir Vestmannaeyingar
:: Flykkjast hundruðum saman til Reykjavíkur til að hlusta á þessi Eyjalög :: Og það í kolvitlausu veðri
Gísli
Í fjórða sinn á jafn mörgum árum buðu hjónin Guðrún Mary �?lafsdóttir og Bjarni �?lafur Guðmundsson til Eyjatónleika í hinu umdeilda tónleikahúsi, Hörpu í Reykjavík. Fyrstu tónleikarnir voru 16. nóvember 2011 í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Oddgeirs Kristjánssonar. �?ann 26. janúar 2013 voru Eyjatónleikarnir helgaðir 40 ára goslokaafmælinu. �?á var m.a. frumflutt lag eftir �?orvald Bjarna �?orvaldsson við ljóð Hörpu Kolbeinsdóttur, Yfir eld og glóð. �?ann 8. febrúar árið 2014 voru 100 ára minningartónleikar Ása í Bæ, �?g þrái heimaslóð.
�?essir fjórðu Eyjatónleikar fengu nafnið, Lífið er yndislegt eftir hinu þekkta þjóðhátíðarlagi Hreims Heimissonar árið 2001. Í öll skiptin hafa Eyjamenn, búsettir sem brottfluttir fjölmennt í Hörpu, ásamt ýmsum öðrum aðdáendum þessarar tónlistar og það var engin undantekning á því í ár, tónleikagestir hálft annað þúsund talsins.
Í sýningarskrá segir að ekki hafi staðið til að halda þessa fjórðu Eyjatónleika, en �??það er engin leið að hætta�?? eins og segir í dægurlagi fyrrum skólahljómsveitar úr Mennaskólanum við Hamrahlíð, sem tengist �?jóðhátíð með eftirminnilegum hætti.
�?ótt lagaval tónleikanna hafi helgast af þeirri tónlist sem samin hefur verið um Eyjar og Eyjafólk af ýmsum tilefnum, byrjuðu þeir á Rolling Stones laginu You better move on sem Logarnir fluttu. Kynnirinn Páll Magnússon sagði það lag hafa verið einskonar einkennislag Loganna á sínum tíma, og eins hann sagði svo skemmtilega: �??Mér fannst alltaf eins og Rolling Stones væri einskonar coverband fyrir Logana.�??
Silja og Alexander
�?llu var til tjaldað til að gera þessa tónleika sem glæsilegasta, landsþekkt tónlistarfólk mætti á sviðið í bland við minna þekkt tónlistarafólk en sem kannski stal senunni á köflum og kom skemmtilega á óvart.
�?egar kom að Eyjalagasyrpu stigu þau á svið Alexander Jarl �?orsteinsson og Silja Elsabet Brynjarsdóttir og þar með var Eyjatónninn sleginn, flutningurinn snart þá tilfinningu sem fylgir Eyjatónlistinni þegar hjartað fylgir með. �?að er á engan hallað þótt þeirra sé sérstaklega getið; kannski fengu þau að njóta þess að vera Eyjakrakkar sem hafa þessa tónlist í blóðinu.
Stærsta ættar- og árgangsmót landsins
�?að var mikið gefið í þegar Páll �?skar flutti �?jóðhátíðalagið La Dolce vita. �?á mætti á sviðið auk hjómsveitarinar, Gospelkór Reykjavíkur og Lúðrasveit Vestmannaeyja, sennilega milli og sjötíu og áttatíu manns á sviðinu og flutningurinn kraftmikill og flottur og �??salurinn�?? var með.
Kynnirinn Páll Magnússon gat þess áður síðasta lag fyrir hlé var leikið, að það yrði rúmlega hálftíma hlé, til að gefa fólki tækifæri til að hittast og endurnýja gömul kynni því þessir tónleikar væru stærsta ættar- og árgangsmót landsins þar sem margs væri að minnast.
Velkomin á �?jóðhátíð
�??�?g sagði ykkur áðan að ég gæti ekki sungið eins og maður�?? sagði kynnirinn Páll Magnússon. En bætti því við: �??ef Guð kæmi til mín og segði; Páll ég ætla að leyfa þér að syngja eitt lag vel, og svo verður þú aftur laglaus, þá myndi ég velja lagið Heima, eftir Oddgeir Kristjánsson og ég myndi segja við Guð að ég vildi fá að syngja það eins vel og Björgvin Halldórsson.�?? Lagið flutti Björgvin af sinni alkunnu snilld, enda er varla annað hægt því lagið er svo fallegt.
Lagið hans Jakobs Frímanns, Vestmannaeyjabær, var flutt af Alexander Jarli og það gerði hann eftirminnilega skemmtilega, sérstaklega á lokaflanum þegar hann fór í hæstu hæðir.
�??Salurinn�?? var kominn á flug og stemmningin frábær. Síðasta dansinn, þjóðhátíðarlagið 1987 var flutt af Björgvini og Siggu Beinteins. �??Velkomin á �?jóðhátíð�?? sagði Björgvin Halldórsson eftir flutning lagsins, sem segir allt sem segja þarf um stemmninguna sem komin var í salinn.
Hluti tónleikanna helgaður Bjartmar
Bjartmars þáttur Guðlaugssonar, var vel til fundinn. Sjálfur flutti hann nokkur laga sinna en �?skalag þjóðarinnar, �?annig týnist tíminn, var flutt af Björgvini Halldórssyni og Eyjakonunni Sunnu Guðlaugsdóttur. Lagatextar Bjartmars hafa yfirleitt verið fullir af meiningum, húmor og glaðværð en það kveður við nýjan tón í textanum í því undurfallega �?skalagi þjóðarinnar sem er fullur af trega. Sennilega er aldurinn farinn að marka skáldið.
�?jóðhátíðarlagið með ákveðnum greini
Og enn var bætt í þegar hinn næstum því Eyjamaður, Hreimur Heimisson var kallaður á svið til að flytja �?jóðhátíðarlagið 2001, Lífið er yndislegt. Kynnirinn Páll nefndi það að þetta lag hafi verið �??þjóðhátíðarlagið�?? með ákveðnum greini, fyrir heila kynslóð, eitthvað í líkingu við �?g veit þú kemur er fyrir eldri kynslóðir. �??�?g verð þó að játa það�?? sagði Páll, �??að þegar ég á föstudagskvöldi á þjóðhátíð kem í sjötta þjóðhátíðartjaldið og enn er verið að syngja Lífið er yndislegt, að þá hefur komið fyrir að ég hafi spurt; er ekki hægt að taka eitthvað með Oddgeiri?�?? En þetta fræga þjóðhátíðarlag hans Hreims sem hann söng sjálfur, var flutt með trukki og dýfu og nú kom Gospelkór Reykavíkur og Lúðró einnig á sviðið og gerðu flutninginn stórkostlegan.
�?ar sem hjartað slær
Síðasta lagið á þessum Eyjatónleikum var �?jóðhátíðarlagið 2012, �?ar sem hjartað slær og var flutt af hljómsveitinni, Gospelkórnum, Lúðró og Eyþóri Inga. �?á voru gestir í salnum staðnir á fætur og tóku hraustlega undir. Kannski má segja um þetta þjóðhátíðarlag, að það sé orðið �??�?jóðhátíðarlagið�?? með ákveðnum greini, þeirrar kynslóðar sem nú er að taka við. Og án þess að bíða eftir uppklappi flutti allt listafólk kvöldsins loka-lokalagið �?t í Eyjum, sem var óopinbert �?jóðhátíðarlag ársins 1982. �?ar með lauk þessum frábæru Eyjatónleikum og þeir sem ekki höfðu fengið nóg, flutti sig á skemmtistaðinn Spot í Kópavogi, þar sem Eyjastemmningin hélt áfram.
Dag skal að kveldi lofa…..
�??�?eir eru merklegt fyrirbæri, þessir Vestmannaeyingar�??, var sagt við mig í eftirpartýi. �??�?eir flykkjast hundruðum saman til Reykjavíkur til að hlusta á þessi Eyjalög, og það í kolvitlausu veðri. En ég get samt ekki annað en borið virðingu fyrir þessari sterku tónlistarhefð í Eyjafólks, sem er kannski eitt helsta sameiningarafl þeirra, menningararfleifð sem sennilega ekkert annað byggðarlag á Íslandi getur státað af.�??
�?að þarf vissulega kjark og þor að taka stærsta tónleikahús landsins á leigu og fá hátt í hundrað manns í vinnu til að halda eina tónleika. Vonandi uppskera þau sem að þessum tónleikum stóðu, eins og til var sáð, ekki síst hjónin Guðrún Marý og Bjarni �?lafur sem höfðu veg og vanda að þessum tónleikum. Allavega nutu tónleikagestir kvöldsins eftir því sem best var séð og fyrir þessa menningararfleifð Vestmannaeyinga voru tónleikarnir frábær kynning. Alla Eyjatónleikana hefur �?orvaldur Bjarni �?orvaldsson útsett lögin og stjórnað hljómsveitinni og tekist vel til. Hafið öll mikla þökk fyrir.
Alltaf er Árni Johnsen nálægur
Páll Magnússon var kynnir kvöldsins og fórst það vel úr hendi. Hann kryddaði kynningar sínar með ýmsum léttleika. Hann sagði t.d. sögu af Árna Johnsen, sem er kannski svolítið meinleg en þar sem Árni hefur marga fjöruna sopið í sínu lífi hefur hann eflaust húmor fyrir henni. �??Árni var staddur í fjörunni í Klaufinni þegar hann fann flösku, þegar hann tók tappann af flöskunni kom uppúr henni andi. Andinn þakkaði Árna fyrir að hafa sleppt sér úr flöskunni og sagði þú mátt velja þér eina ósk. Árni sagði strax, ég vil göng milli lands og Eyja. Andanum fannst þessi hugmynd ekki góð, þetta væri eiginlega ekki hægt, það væri svo mikið af sprungum á milli lands og Eyja og svo væri þarna eldvirkni. �?etta er eiginlega ekki hægt. �?ú verður að velja þér aðra ósk, sagði andinn. �??�?á vil ég góða söngrödd�?? sagði Árni. Andanum var brugið og sagði: �??Árni hvað viltu annars hafa margar akreinar í þessum fjandans göngum�??.
Um Árna Johnsen má annars segja, að fáir hafa lagt jafn mikið til að kynna og viðhalda Eyjatónlistinni og einmitt Árni Johnsen.