Vestmannaeyingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum, 17. júní í Íþróttamiðstöðinni. �?ar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá og var þátttakan góð. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar flutti hátíðarræðuna og fagnaði stórum áföngum í jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi. Hún lagði þó áherslu á að enn væri verk að vinna.
Sunna Guðlaugsdóttir, söngkona kom skilaboðum um jafnréttisbaráttu kvenna vel til skila í ávarpi. Sigríður Lára Garðarsdóttir var Fjallkonan og �?lafur Freyr �?lafsson flutti ávarp nýstúdents. Erna Scheving og Sindri Freyr Guðjónsson sungu og Fimleikafélagið Rán var með sýningu. Lúðrasveitin og Leikfélagið áttu sinn sess á hátíðinni og stóðu sig vel að vanda.