Í gær áttust við Víðir og KFS í 3. deild karla, 1-3 en staðan í hálfleik var 0-2. Strax á 1. mínútu leiksins kom Sigurður Benónýsson KFS yfir. Sautján mínútum síðar kom Kjartan Guðjónsson KFS í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik.
KFS menn voru á skotskónum og á 54. mínútu kom Egill Jóhannsson KFS í 3-0. Víðis menn náðu þó að klóra í bakkann á 66. mínútu þegar Tómas Jónsson skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og KFS sigraði sannfærandi.
Með sigrinum fer KFS upp í 2. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum sex leikjum, KFS hefur farið mjög vel af stað í 3. deildinni en fyrir tímabilið var þeim spáð falli úr deildinni.