Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði liggja nú fyrir og voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta að því er kemur fram á sgs.is.
Starfsgreinasambandið fór með umboð 15 aðildarfélaga og var Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum eitt þeirra. �?ar var niðurstaðan mjög afgerandi. Á kjörskrá voru 607 og atkvæði greiddu 138 eða 22,73%. Alls sögðu 114 já eða 82,61%, nei sögðu 23 eða 16,67% og einn skilaði auðu.