Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins sendir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra tóninn í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn. Greinina kallar Magnús, �?t af með aðkomumenn! �?ar segist hann seint hætta að undrast stórkarlalegar yfirlýsingar bæjarstjórans í Vestmannaeyjum í tilefni af því að nauð rak hann til að selja eignarhlut sinn í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf.
�??�?g hef starfað við þessa útgerð í yfir 40 ár. �?að var því ekki með glöðu geði að ég seldi hlut minn í félaginu þegar gamli Landsbankinn knúði mig til greiða fyrir ónýt hlutabréf í þessum sama banka. �?að var búið að reyna allt til að fá bankann til að hægja á sér,�?? segir Magnús sem árið 2012 seldi Berg-Huginn ehf. til Síldarvinnslunnar á Norðfirði. Í kaupunum fylgdu tvö skip, Bergey VE og Vestmannaey VE og um 5000 tonna kvóti.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja vildi hnekkja kaupunum og vísaði til forkaupsréttar sveitarfélaga á aflaheimildum. Héraðsdómur dæmdi Vestmannaeyjabæ í vil en fyrir skömmu kvað Hæstiréttur upp þann dóm að samningur um kaup Síldarvinnslunnar hf. á öllum eignarhlutum í Bergi -Hugin ehf. væri gildur.
Magnús sakar bæjarstjóra um tvískinnung í málinu og segir að lítið hafi heyrst í honum á meðan Bergur Huginn keypti stóran hluta núverandi aflaheimilda annarstaðar frá. Um leið bendir hann á að ekkert hafi breyst með nýjum eigendum. Ennþá sé gert út frá Eyjum. �??Ekki er það fyrir orð bæjarstjórans heldur af því að Vestmannaeyjar eru frábær útgerðarstöð með afbragðs sjómenn, fiskverkendur og þjónustufyrirtæki. �?að er því undrunarefni að bæjarstjórinn og aðrir bæjarfulltrúar skuli ekki bjóða nýja og öfluga eigendur velkomna til starfa í Vestmannaeyjum og leggja frekar grunninn að góðu samstarfi í stað þess að ala á tortryggni og óvild.,�?? segir Magnús m.a. Segir hann þetta ekki þjóna hagsmunum Eyjanna og nær væri að bjóða nýtt fólk með mikla reynslu velkomið.
�?egar leitað var álits Elliða á skrifum Magnúsar sagði hann að bæjarráð fjalli um dóm Hæstaréttar á næsta fundi sínum. �??�?ar verða frekari viðbrögð ákveðin. �?angað til vísa ég í fréttatilkynningu Vestmannaeyjabæjar vegna þess máls,�?? sagði Elliði en þar segir hann.
�??Lykilatriði þessa máls er að nú er komin niðurstaða og hún er sú að forkaupsréttur sveitarfélaga samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er ekki virkur. �?ar með er sú litla vörn sem löggjafinn byggði inn í lögin að engu hafður. Vörn íbúa gegn skyndilegum og miklum breytingum í atvinnuumhverfi sveitarfélagsins er engin.
Krafa sjávarbyggða nú hlýtur því að vera að skerpt verði á ákvæðinu forkaupsrétt og trygg verði að útgerðir geti ekki á markvissan máta farið fram hjá vilja löggjafans með lagatæknilegum æfingum.�??
�??Hvað skrif Magnúsar varðar þá hef ég enga sérstaka skoðun á þeim. �?g tek þó undir það sem hann segir í þessum skrifum um að hér í Eyjum er frábær útgerðarstöð með afbragðs sjómenn, fiskverkendur og þjónustufyrirtæki. �?að hefur hingað til tryggt að bátar og aflaheimildir hafa haldist hér innanbæjar.
Við Magnús munum svo báðir væntanlega áfram haga orðum okkar og gjörðum í samræmi við samvisku okkar og þá hagsmuni sem okkur er falið að gæta,�?? sagði Elliði þegar haft var samband við hann í gær.
�??Nei, hef ekkert heyrt frá neinum,�?? var svar Gunnþórs Ingvasonar þegar hann var spurður að því hvort bæjarstjórn, bæjarstjóri eða einstaka bæjarfulltrúar hefðu haft samband við hann og spurt hvað Síldarvinnslan ætlaði að gera í málum Bergs Hugins.