Í síðustu viku var sjónvarpsstöðin Hringbraut á ferð í Eyjum og heimsótti meðal annars Herjólf, Eldheima, golfvöllinn og bryggjuna. Afraksturinn má sjá hér í 25. mínútna þætti, Atvinnulífið sem fjallar um Vestmannaeyjar.
Hér er umfjöllun um þáttinn sem er að finna inn á heimasíðu Hringbrautar.
Herjólfur hefur þjónað landsmönnum í tæp 60 ár eða síðan 1959 og núverandi skip er hið 3. í röðinni. Á árum áður var rekstur skipsins í höndum Skipaútgerðar Ríkisins sem löngu er liðin undir lok en núverandi rekstraraðili er Eimskipafélag Íslands. Straumhvörf urðu í siglingum skipsins með tilkomu Landeyjahafnar en ferðin á milli lands og Eyja tekur nú orðið aðeins rúmlega 30 mínútur samanborið við 3,5 klst. þegar siglt var frá �?orlákshöfn. �?ar að auki hefur orðið alger bylting í fjölgun farþega sem stafar af auknum túrisma til landsins, tilkomu Landeyjahafnar og fjölda viðburða sem Eyjamenn eru duglegir að halda svo sem golfmót, knattspyrnumót og ýmsar aðrar uppákomur sem laða að sér fólk úr öllum landshlutum. Í þættinum er rætt við Gunnlaug Grettisson, rekstrarstjóra Herjólfs og einnig Gerði G. Sigurðardóttur sem átti á sínum tíma nýtt einbýlishús sem lenti 15 metra undir gosösku og er orðið miðpunktur í Eldheimum, safni sem enginn ferðamaður má láta sig vanta á sem heimsækir Eyjar.