ÍBV tók á móti Breiðablik í 10. umferð Pepsi deildar karla og höfðu betur 2-0. Ingi Sigurðsson var að stjórna sínum fyrsta leik í meistaraflokki og honum til aðstoðar var Andri �?lafsson, fyrirliði ÍBV en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Leikurinn fór fjörlega af stað strax á 7. mínútu fékk ÍBV hornspyrnu, góður bolti kom fyrir markið og Hafsteinn Briem þrumaði boltanum í þverslánna og Blikar náðu að hreinsa frá. Jafnræði var með liðunum framan af en á 35. mínútu fékk ÍBV aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Blikana. Víðir �?orvarðarson tók frábæra spyrnu og Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Breiðabliks, þurfti að hafa sig allan við að verja boltann út í stöng, stórhættulegt. Guðjón Orri, markmaður ÍBV varði svo stórkostlega eftir aukaspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Staðan í hálfleik var 0-0.
Blikar voru aðeins sprækari framan af hálfleiknum en á 72. mínútu komst ÍBV yfir eftir mark frá Jonathan Glenn. Víðir �?orvarðarson sendi frábæra sendingu á Glenn sem setti boltann í fjærhornið. Aðeins tveimur mínútum síðar komst ÍBV í 2-0 þegar Víðir �?orvarðarson skoraði með skalla eftir sendingu frá Bjarna Gunnarssyni, frábær kafli hjá ÍBV. Blikar fóru að reyna sækja meira en komust ekki í mikið af hættulegum færum. Undir lok leiksins fékk svo ÍBV hornspyrnu sem Jón Ingason tók og boltinn fór í slánna. Lokatölur 2-0, frábær sigur hjá ÍBV. Allir leikmenn liðsins voru að spila virkilega vel í dag, mikil vinnusemi sem skilaði þessum sigri. Stuðningsmenn beggja liða létu líka vel í sér heyra og eiga hrós skilið.