�??�?etta er enginn annar en ég sjálfur sem kem mér í þessa stöðu. �?g gerði mistök á laugardaginn í aðdraganda æfingarinnar sem var síðasta æfing fyrir leik,�?? sagði Tryggvi í samtali við mbl.is en eins og fram hefur komið hefur honum verið vikið frá störfum sem aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu.
�??�?g mætti undir áhrifum áfengis á æfinguna. �?g var búinn að fá mér nokkra kalda sem ég átti auðvitað alls ekki að gera. �?g hélt að ég myndi komast upp með þetta en auðvitað gerði það ekki. �?etta voru mistök sem ber að refsa fyrir. Í sameiningu komust ég og stjórn knattspyrnudeildar ÍBV að þessari niðurstöðu í mesta bróðerni. �?g veit alveg upp á mig sökina,�?? sagði Tryggvi.
Spurður hvað taki við hjá honum sagði Tryggvi;
�??�?að er bara óljóst en fyrst og fremst þarf ég að vinna í sjálfum mér. �?g á eftir að skoða það hvort ég fari í meðferð en þetta snýst fyrst og fremst um það að hætta að vera svona góður við sjálfan þig og fara að fullorðnast,�?? sagði Tryggvi.