Næstu helgi fer fram Goslokahátíð í Vestmannaeyjum, þá eru liðin 42 ár síðan eldgosi lauk á Heimaey. Goslokanefnd hefur unnið mikið starf að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá og eru margir eflaust orðnir spenntir fyrir helginni. Fastir liðir verða í dagskránni þar má nefna Volcano open, hlöðuball, fjör á Skipasandi, göngumessu, myndlistarsýningar og margt fleira.
Hér má sjá dagskránna í heild sinni.