�?ann 28. júní til 5. júlí kemur drengja- og karlakórinn Syngedrengene frá Assens í Danmörku í heimsókn til Íslands. �?essi ca. 40 manna kór mun halda tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum þann 30. júní, Selfosskirkju þann 2. júlí og í Grafarvogskirkju í Reykjavík þann 4. júlí. Að auki munu þeir taka þátt í messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 5. júlí.
Starfsemi Syngedrengene er sem kirkjukór í Vor Frue Kirke í Assens. Kórinn er með betri drengjakórum í Danmörku og er mjög eftirsóttur til tónleikahalds. Hefur hann verið starfræktur síðan 1856 og heldur upp á 160 ára starfsafmæli á næsta ári.
Á þessari tónleikaferð, til Íslands mun Syngedrengene flytja efni með danskri tónlist frá árunum 1600 og fram til okkar daga. En efnisskráin er blanda af klassískri danskri og evrópskri tónlist, með áherslu á kirkjulega tónlist. Einnig mun kórinn flytja tónlist hins heimsþekkta danska tónskálds, Carls Nielsen, sem fæddist fyrir 150 árum, bæði sálma og lög. Fyrir utan dönsk verk verða flutt þekkt klassísk kórverk frá endurreisnartímabilinu og verk fram að okkar tíma svo sem: �??Sircut Cervus�?? eftir Palestrina, �??Panis Angelicus�?? eftir César Franck, �??Ave Verum�?? eftir Mozart og �??The Lords Blessing�?? eftir John Rutter.
Á milli tónleikahalda mun kórinn njóta þess að skoða landið. �?ar á meðal: Gullna hringinn, fara í Ribsafarí við Vestmannaeyjar og skoða Reykjavíkurborg.
Tveir Eyjamenn í kórnum
Vestmannaeyjar hafa sérstaka þýðingu fyrir tvo drengi úr kórnum, þar sem faðir þeirra er fæddur og uppalinn í Eyjum. En eldri drengurinn er einnig fæddur í Eyjum og skírður í Landakirkju, þar sem kórinn mun syngja.
Tónleikarnir verða sem hér segir: �?riðjudaginn 30. júní kl. 20.00 í Landakirkju, Vestmannaeyjum. Fimmtudaginn 2. júlí kl. 18.00 í Selfosskirkju, Selfossi. Laugardaginn 4. júlí kl. 18.00 í Grafarvogskirkju, Reykjavík. �?keypis aðgangur er á alla tónleikana.
Um Syngedrengene ved Vor Frue Kirke, Assens
Syngedrengene ved Vor Frue Kirke i Assens telur um 40 drengi og ungmenni. Starfsemi Syngedrengene er sem kirkjukór i Vor Frue Kirke í Assens. Syngedrengene er einn af betri drengjakórum í Danmörku og er mjög eftirsóttur til tónleikahalda. Halda þeir tónleika víða um Danmörku og annað hvert ár ferðast þeir erlendis. Í ár er stefnan tekin á Ísland.
Kórinn syngur fjórraddað eftir enskri fyrirmynd. Yngstu drengirnir syngja sópran, á meðan altröddin er sungin af falsettu herraröddum (kontratenórar). Drengirnir byrja í kórskólanum í 3. bekk, en eftir eitt ár geta þeir byrjað i sjálfum kórnum. �?fingar eru tvisvar til þrisvar í viku, með söngkennslu, raddþjálfun og tónheyrn. Taka þeir þátt í messum í Vor Frue Kirke, Assens. �?egar drengirnir fara í mútur fá þeir áframhaldandi söngkennslu, eða þangað til röddin hefur náð þroska til að geta tekið þátt í herrahóp kórsins. �?á syngja þeir sem kontratenór, tenór og bassi.
Stjórnandi kórsins, Finn Pedersen, er organisti og söngstjóri við Vor Frue Kirke. Hann er menntaður organisti frá Den Kongelige danske Musikkonservatorium og er með framhaldsmenntun í kórstjórnun og barnakórsstjórnun.