Knattspyrnuráð karla ÍBV hefur gengið frá samningi við Jose Enrique Vegara Seoane og gildir samningurinn til loka tímabilsins. Leikmaðurinn er 26 ára og kemur frá Spáni en er að auki með Bandarískt vegabréf.
Jose kom á reynslu til félagsins fyrr í sumar þar sem að hann stóð sig vel á æfingum en leikmaðurinn er sóknarmaður sem einnig getur leyst stöðu framliggjandi miðjumanns. Leikmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum með liðum San Jacinto og Austin Aztex.
Knattspyrnuráð ÍBV býður Sito eins og hann er jafnan kallaður velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum í baráttunni sem framundan er.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.