7 tinda gangan verður LAUGARDAGINN 4. J�?LÍ KL. 11.30.
Fyrirkomulagið er nýtt þetta árið og verður byrjað á Stórhöfða og endað uppi við Íþróttamiðstöð. Gönguleiðina má sjá á kortinu hér að neðan,merkt með rauðu, boðið verður upp á bátsferð frá Skansi og yfir á Gjábakkabryggju, við frystigeymslur VSV.
Allir velkomnir, hver og einn fer í gönguna á eigin forsendum og ábyrgð.
Ekki er skylda að ganga alla leiðina. �?átttökugjald er kr. 2500,- , innifalin er aðgangur að Sundlaug Vestmannaeyja að göngu lokinni.
Allur ágóði af göngunni rennur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum.