Nú líður senn að bikarhelginni stóru. Á morgun taka stelpurnar á móti Selfyssingum kl. 17.30 og á laugardag taka strákarnir á móti Fylkismönnum kl. 16.00. ÍBV þarf á öllum stuðningi að halda en markmið beggja liða er að komast á Laugardalsvöll. Halldór B. Halldórsson setti saman upphitunarmyndband fyrir helgina en spennan er farin að vaxa mikið hjá knattspyrnuaðdáendum.
Eyjamenn gerum hvítar yfirhafnir klárar og mætum hvítklædd á Hásteinsvöll og yfirgnæfum stuðningsmenn beggja liða.