Gunnar Heiðar �?orvaldsson hefur samið við ÍBV til næstu þriggja ára eins og fram hefur komið á vef Eyjafrétta. Gunnar Heiðar er væntanlegur til félagsins um miðjan júlí og verður orðin löglegur með ÍBV 19. Júlí þegar liðið mætir Fjölni.
Gunnar Heiðar hefur síðastliðinn ellefu ár verið í atvinnumennsku en ætlar að loka hringnum með ÍBV. Gunnar Heiðar spilaði síðast með félaginu árið 2004 en hóf ferilinn árið 1999.
�??Nú er ég búin að vera úti án fjölskyldunnar í eitt og hálf ár og það er mjög erfitt. �?g bý núna í Svíþjóð þar sem ég þekki vel til. Við Bjarný, eiginkona mín vorum mikið að velta fyrir okkur hvort ég ætti að halda áfram þar næstu tvö árin og fjölskyldan kæmi þá út. En þegar ég kom til Eyja í tveggja vikna frí núna í júní sá ég hvað peyjarnir okkar eru að blómstra hér í frelsinu og okkur fannst ótímabært að rífa þá upp aftur en þeir eru mikið búnir að vera á flakki. Í Júní tókum við þá ákvörðun að ég myndi koma heim í nóvember að loknum samningstíma mínum við Hacken, en ég hafði þá talað við framkvæmdastjórann til að kanna áhugann um að framlengja um tvö ár en mér var tjáð að ég mæti fara leita mér að öðru félagi ef ég vildi fá lengri samning,�?? sagði Gunnar Heiðar en alls voru þrjú sænsk félög á eftir honum en hann var þá búin að ákveða að flytja heim í nóvember.
�??�?g hugsaði með mér fyrst ég er að koma heim í nóvember af hverju ekki bara að drífa mig? �?að togaði líka enn meira að Bjarný er ófrísk og ég vildi koma heima og hjálpa til því það er nóg að gera hjá henni. �?g hafði þá samband við ÍBV og tjáði þeim að ég væri að flytja til Íslands í júlí og þeir voru heldur betur glaðir og fóru á fullt að reyna fá mig en það var aldrei nein spurning í mínum huga, það eru bara tvö félög á Íslandi sem koma til greina, �?�?R Vestmannaeyjum eða ÍBV. �?etta var draumlending að koma heima og loka fótboltaferlinum heima eins og ég ætlaði alltaf að gera en ég er búin að vera í ellefu ár úti, búin að sjá allt, prufa allt og lenda í öllu. �?g er alveg komin með meistaragráðu í því hvernig er að vera atvinnumaður. �?g kem heim sem betri persóna og kem til með að geta miðlað minni reynslu til leikmanna ÍBV. �?g hlakka mikið til að byrja að spila og bera merki ÍBV á brjóstinu. �??
Nánara viðtal við Gunnar Heiðar birtist í næsta tölublaði Eyjafrétta.