Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslitum í Borgunarbikar karla. KR og ÍBV mætast á Alvogenvellinum í vesturbæ Reykjavíkur. �?etta er annað árið í röð sem liðin mætast í undanúrslitum en KR hafði betur í Eyjum 2-5 á síðasta ári. KR hefur slegið ÍBV út úr bikarnum síðustu þrjú ár í röð alltaf á Hásteinsvelli og verður þetta því verðugt verkefni.
Liðin eru búin að mætast einu sinni í sumar á Alvogenvellinum þar sem KR hafði betur 1-0 með marki frá �?skari Erni Haukssyni á 79. mínútu.
Leikirnir í undanúrslitum munu fara fram 29. og 30. júlí.