Fjölg­un ferðamanna til Vest­manna­eyja hef­ur verið svo mik­il að und­an­förnu að nú er svo komið að eyja­skeggj­ar fá vart pláss í Herjólfi til og frá eyj­unni.
Hafa farþegar í Herjólfi í júní­mánuði aldrei verið fleiri og voru 48.781 í ár. Er það fjölg­un um tæp­lega 2.000 farþega.
�??�?að geng­ur ekki að álagið á Herjólf sé orðið slíkt að heima­menn geti ekki notað skipið þegar á þarf að halda, þetta er veg­ur­inn heim til okk­ar og frá okk­ur,�?? seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, og bend­ir á í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag, að ein­fald­ast væri að taka ákvörðun um að sigla skip­inu fleiri ferðir á milli lands og Eyja.
mbl.is greindi frá