Ung kona að nafni Al­ex­andra Kristjáns­dótt­ir leit­ar hjóna sem hug­hreystu hana þegar hún flaug frá Alican­te til Íslands í nótt. Al­ex­andra, sem er mjög flug­hrædd, seg­ir fólkið hafa bjargað henni og núna vill hún þakka þeim fyr­ir.
�??Í nótt var ég ein í flugi á leiðinni til Íslands frá Alican­te. �?g er með svaka­leg­an kvíða og er ekk­ert lítið flug­hrædd, það var svaka­lega mik­il ókyrrð og ég fékk því­lík­an ofsa­kvíða. Sem bet­ur fer sátu við hliðina á mér hjón úr Vest­manna­eyj­um, ég spjallaði mikið við kon­una sem sýndi mér stelp­urn­ar sín­ar og kynnti sig að sjálf­sögðu en útaf kvíðanum man ég lítið sem ekki neitt hvað okk­ur fór á milli. Mig minn­ir að hún heiti Fann­ey, en er ekki 100%,�?? skrif­ar Al­ex­andra inn á Face­book-hóp­inn Beauty-tips.
�??Mig langaði að kanna hvort að við gæt­um ekki fundið út hvaða hjón þetta voru svo ég gæti þakkað þeim kær­lega fyr­ir að halda í hönd­ina á mér og aðstoða mig við að ná mér aft­ur á jörðina, hefði ekki lifað þetta af án þeirra.�??
Mbl.is greindi frá