Ung kona að nafni Alexandra Kristjánsdóttir leitar hjóna sem hughreystu hana þegar hún flaug frá Alicante til Íslands í nótt. Alexandra, sem er mjög flughrædd, segir fólkið hafa bjargað henni og núna vill hún þakka þeim fyrir.
�??Í nótt var ég ein í flugi á leiðinni til Íslands frá Alicante. �?g er með svakalegan kvíða og er ekkert lítið flughrædd, það var svakalega mikil ókyrrð og ég fékk þvílíkan ofsakvíða. Sem betur fer sátu við hliðina á mér hjón úr Vestmannaeyjum, ég spjallaði mikið við konuna sem sýndi mér stelpurnar sínar og kynnti sig að sjálfsögðu en útaf kvíðanum man ég lítið sem ekki neitt hvað okkur fór á milli. Mig minnir að hún heiti Fanney, en er ekki 100%,�?? skrifar Alexandra inn á Facebook-hópinn Beauty-tips.
�??Mig langaði að kanna hvort að við gætum ekki fundið út hvaða hjón þetta voru svo ég gæti þakkað þeim kærlega fyrir að halda í höndina á mér og aðstoða mig við að ná mér aftur á jörðina, hefði ekki lifað þetta af án þeirra.�??
Mbl.is greindi frá