Alexandra Kristjánsdóttir er búin að finna fólkið sem hughreysti hana í flugi frá Alicante til Íslands í nótt. �??Dóttir þeirra, hún Harpa Katrín, setti sig í samband við mig á Facebook og sagði mér að bjargvættirnir væru foreldrar hennar,�?? segir Alexandra í sambandið við Smartland.
�??Mamma hennar, sem ég sat við hliðina á í fluginu, heitir Soffía Valdimarsdóttir og ég er komin með númerið hennar. Um leið og ég fer úr vinnunni ætla ég að heyra í henni og þakka henni kærlega fyrir. Og kannski útskýra fyrir henni hvað hún hjálpaði mér mikið við að slaka á, þegar maður fær svona mikinn kvíða er mjög erfitt að útskýra hversu illa manni líður, maður kemur varla upp orði,�?? útskýrir Alexandra sem var búin að taka kvíðastillandi lyf fyrir flugið en það dugði ekki til.
Nánar er hægt að lesa um málið inn á mbl.is