Al­ex­andra Kristjáns­dótt­ir er búin að finna fólkið sem hug­hreysti hana í flugi frá Alican­te til Íslands í nótt. �??Dótt­ir þeirra, hún Harpa Katrín, setti sig í sam­band við mig á Face­book og sagði mér að bjarg­vætt­irn­ir væru for­eldr­ar henn­ar,�?? seg­ir Al­ex­andra í sam­bandið við Smart­land.
�??Mamma henn­ar, sem ég sat við hliðina á í flug­inu, heit­ir Soffía Valdi­mars­dótt­ir og ég er kom­in með núm­erið henn­ar. Um leið og ég fer úr vinn­unni ætla ég að heyra í henni og þakka henni kær­lega fyr­ir. Og kannski út­skýra fyr­ir henni hvað hún hjálpaði mér mikið við að slaka á, þegar maður fær svona mik­inn kvíða er mjög erfitt að út­skýra hversu illa manni líður, maður kem­ur varla upp orði,�?? út­skýr­ir Al­ex­andra sem var búin að taka kvíðastill­andi lyf fyr­ir flugið en það dugði ekki til.
Nánar er hægt að lesa um málið inn á mbl.is