Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja leggur til að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum í 3 daga sumarið 2015, 7.-9. ágúst, báðir dagar meðtaldir. Árin 2011 og 2012 var engin lundaveiði heimiluð í Vestmannaeyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði. Árin 2013 og 2014 var veiði heimiluð í fimm daga. Reynslan frá því í fyrra sýnir að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð eru nánast eingöngu nýttir til að kenna ungmennum og nýliðum handtökin og menninguna í kringum veiðar. �?á er tíminn nýttur að að huga að húsnæði úteyjanna og öðru sem til fellur í úteyjalífi. Nánast engin afli barst að landi þessa daga og víðast hvar var þeim fáu fuglum sem sveiflað var fyrir sleppt. Ákvörðunin nú er sem sagt tekin með hliðsjón af ástandi stofnsins sl. ár og þeim mikilvæga menningarlega þætti sem lundaveiði er í sögu Vestmannaeyja. Ráðið hvetur bjargveiðimenn til þess að haga veiðum þannig að lundinn njóti ætíð vafans, segir í bókun sem meirihlutinn skrifar undir, Stefán �?. Jónasson er með sér bókun sem hljóðar svona; �?ar sem ekki liggja fyrir ný gögn frá Náttúrustofu Suðurlands tekur hann ekki afstöðu til málsins.