Sam­göngu­yf­ir­völd hafa ekki sýnt því áhuga að fjölga skips­ferðum til Vest­manna­eyja á álags­tím­um um­fram þær sem Herjólf­ur sigl­ir og niður­greidd­ar eru af Vega­gerðinni.
Sig­ur­mund­ur Ein­ars­son hjá Vik­ing Tours í Vest­manna­eyj­um seg­ir mikla þörf á bót­um í sam­göng­um til Vest­manna­eyja. Farþega­fjöldi Herjólfs hef­ur mik­il áhrif á sam­göngu­net heima­manna og seg­ir Sig­ur­mund­ur Herjólf ekki anna fjölda ferðamanna á álags­tím­um.
Vik­ing Tours býður skoðun­ar­sigl­ing­ar um nátt­úru Vest­manna­eyja en hef­ur áður sinnt sigl­ing­um til Land­eyja­hafn­ar þegar þörf hef­ur krafið. �??Síðastliðið ár höf­um við siglt hér á milli. Í vor buðum við Vega­gerðinni að sigla dag­lega tvær ferðir á álags­tím­um og leysa þannig vanda­málið með því að bæta við 87 sæt­um. �?að var eng­inn áhugi fyr­ir því að fjölga ferðunum,�?? seg­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag.
mbl.is greindi frá