�?jóðhátíðartjald með öllu tilheyrandi hefur verið sett upp á veitingastaðnum Bergsson RE í Húsi Sjávarklasans á Grandagarði 16. Í tjaldinu verður boðið upp á veitingar í anda �?jóðhátíðar og reynt að fanga hina sönnu �?jóðhátíðarstemningu sem myndast ár hvert í hvítum tjöldum heimamanna. Með þessu vilja fyrirtæki í Húsi sjávarklasans og Bergsson RE kynna hefðir �?jóðhátíðar fyrir höfuðborgarbúum.
Í dag, föstudaginn 17. júlí klukkan 11:30 kynnti �?jóðhátíðarnefnd ÍBV dagskrá hátíðarinnar og tjaldið var formlega opnað. Hreimur Heimisson tók lagið af því tilefni en hann mun koma fram á hátíðinni með hljómsveit sinni Land og synir.
“�?að er frábært að hafa þetta litla útibú hér á Reykjavíkursvæðinu og lofa þeim sem hafa ekki upplifað þessa stemningu að fá smjörþefinn.” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV.
“Við höfum reynt að fanga þessa Eyjastemningu hér í tjaldinu eins og fjölskyldur í Vestmannaeyjum hafa gert í öll þessi ár. Hér eru myndir sem sýna hátíðleikann við setninguna á föstudegi �?jóðhátíðar en fyrir marga er það einn af hápunktunum. Við bjóðum alla velkomna að kíkja við og njóta hvort sem það er Eyjafólk sem er fast á Norðureyjunni eða fólk af fasta landinu sem hefur ekki komið á �?jóðhátíð.” segir Emilía Borgþórsdóttir hönnunarstjóri sýningarinnar.
Tjaldið verður opið gestum alla virka daga frá klukkan 11:00 til 18:00 og verður opið alla virka daga þangað til �?jóðhátíð lýkur þann 3. ágúst næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Emilía Borgþórsdóttir (s. 892 3713 tp. [email protected])