Í dag klukkan 14:00 mætast KFS og Magni í 3. deild karla. Magni er á toppi deildarinnar með 25 stig og hefur ekki tapað leik í sumar. KFS er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig og þarf á sigri að halda til að koma sér aftur í efri hluta deildarinnar.