Náttúrustofan fær oft ábendingar um ýmislegt sem ferðamenn sjá og eru ekki sáttir við, bæði hér á Heimaey sem og annars staðar. Nokkrir hafa látið stofuna vita um fjölda dauðra kinda í fjörunni við Garðsenda og plast og ull á girðingum á leiðinni upp í Stórhöfða. Starfsmenn stofunnar fóru í höfðann og tóku meðfylgjandi myndir.
Er þetta sú umgengni sem við viljum sýna þeim þúsundum ferðamanna sem heimsækja okkur þessa dagana?