Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar �?órs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. En þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldin var í dag.
Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. �?að starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti.