Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var samþykkt að stytta opnunartíma veitinga- og skemmtistaða í Vestmannaeyjum um klukkustund um helgar en breyting þessi tekur gildi frá og með 1. september 2015.
Í bókuninni segir;
Bæjarráð hefur tekið til endurskoðunar reglur um opnunartíma veitinga og skemmtistaða í Vestmannaeyjum. Í framhaldi af því samþykkir bæjarráð að reglurnar verði óbreyttar, þó með þeirri undantekningu að opnunartími um helgar verði styttur um eina klukkustund og verði því til 04.00 í stað 05.00, og veitingasla heimil til 03.30 í stað 04.30 eins og fyrri reglur gerðu ráð fyrri. Breyting þessi tekur gildi frá og með 1. september 2015.