Á síðasta fundi fræðsluráðs á mánudaginn var voru daggæslumál rædd. Tvær nýjar dagmömmur hafa sótt um og samþykkti ráðið að þær myndu hefja störf.
Staða daggæslumála var einnig rædd og bókaði ráðið eftirfarandi;
Staða daggæslumála hefur breyst mjög til hins betra með tilkomu tveggja nýrra daggæsluforeldra. Börnum, sem bíða eftir plássi hjá dagforeldrum, mun því fækka verulega.
Samtals eru nú 15 börn, fædd 2014, á biðlista eftir daggæslu í vetur. 8 af börnunum á biðlistum dagforeldra fá inni hjá þeim í ágúst. �?ví þarf að leita leiða til að koma til móts við hópinn sem eftir stendur. Fræðsluráð felur framkvæmdastjóra að leita leiða til að fjölga enn daggæslurýmum með því að auglýsa áfram eftir fleiri dagforeldrum og framlengja tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd, til að mæta uppsafnaðri þörf fyrir slíkt úrræði, svo fremi sem samþykki fyrir fjárveitingu fáist hjá bæjarráði og bæjarstjórn.