Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag klukkan 17:00 þegar þrettánda umferð Pepsi deildar karla fer fram. Stjarnan er í sjöunda sæti með sextán stig en ÍBV í tíunda með ellefu stig. ÍBV og Stjarnan mættust fyrr á tímabilinu þar sem Stjarnan hafði betur 2-0.