Vestmannaeyjabær krafði í gær Landsbankann um gögn sem tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum bankans við nýjar höfuðstöðvar hans í Reykjavík og óskar bæjarfélagið eftir hluthafafundi en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. Bærinn eignaðist hlut í Landsbankanum í mars við sameiningu Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Í bréfinu eru lagðar fram sex spurningar til bankans. �?ar er meðal annars spurt hvort bankinn hafi kannað aðra kosti í húsnæðismálum. Í bréfinu er líka bent á að áætlaður kostnaður fyrir framkvæmdina sé átta milljarðar króna og vill bærinn fá svör við því hvernig sú upphæð sé fundin og hve stór hluti hennar snúi að lóðaverði.