Páley Borgþórsdóttir er að takast á við sína fyrstu þjóðhátíð sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en hún er hvergi bangin, segir allt í föstum skorðum. �?egar rætt var við Páleyju í morgun sagði hún að síðdegis verði fundur þar sem koma saman fulltrúar allra sem á einhvern hátt koma að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Eins og alltaf er lögð áhersla á öfluga gæslu og segir Páley gott samstarf allra viðbragðsaðila, ekki síst milli lögreglu og gæslufólks í Dalnum. Í fyrra var trúlega slegið met í fjölda þjóðhátíðargesta en Páley segir það sína tilfinningu að gestir verði eitthvað færri í ár. �?að sé þó ekki byggt á öðru en því sem henni finnst.
�??Já, ég held að þjóðhátíðin verði ekki eins stór og í fyrra en það liggur fyrir að hér verður besta veðrið,�?? sagði Páley. �??Hver fjöldinn verður kemur í ljós en hvort sem við erum að tala um 10.000 eða 12.000 gesti ofan af landi er það margt fólk og útfrá því vinnum við. �?jóðhátíð hefur stimplað sig inn hjá fólki og margir koma hingað ár eftir ár. Gestir vita af þeirri áherslu sem við leggjum á öll öryggismál og finnur sig öruggt þegar í Dalinn er komið.�??
Alls verða 26 lögreglumenn að störfum á þjóðhátíð og um 100 manns í gæslu í Dalnum. Er það svipað og undanfarin ár. �??Allir í okkar liði nema hluti þeirra sem eru í sumarfríi ganga vaktir alla helgina auk fólks ofan af landi. Tólf verða á vakt á nóttunni og sex á daginn. Sex verða við fíkniefnaleit og við fáum tvo fíkniefnaleitarhunda okkur til aðstoðar til viðbótar við þann sem við erum með hér að staðaldri.�?? sagði Páley og bætir því við að lögreglustjórinn á Suðurlandi verði einnig með fíkniefnaleitarhund í Landeyjahöfn.
Stóri fundurinn
Klukkan þrjú í dag hittust fulltrúar lögreglu, þjóðhátíðarnefndar, slökkviliðs, gæsluaðila, björgunarsveitar, heilbrigðisstofnunar, sjúkraflutninga, framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar, sýslumanns, heilbrigðiseftirlits, áfallateymis, Landakirkju, Herjólfs, Isavia og fleiri hjá lögreglustjóra. �??�?etta er stóri fundurinn sem við köllum og hann er upplýsingafundur þar sem hver aðili upplýsir um viðbragð sitt vegna hátíðarinnar og skipulag. Svo eru haldnir minni fundir á meðan á hátíðinni stendur þar sem farið er yfir stöðuna á hverjum tíma og skoðað hvað má betur fara. �?ryggi gesta er það sem við leggjum mesta áherslu á og það á öllum sviðum. Áfallateymið sem þjóðhátíðarnefnd kom upp fyrir nokkrum árum undir stjórn dr. Hjalta Jónssonar er einn liðurinn í þeirri viðleitni.�??
Á ábyrgð eigenda
Í fyrra gekk ekki nógu vel að koma fólki úr og í Dalinn á mestu álagstímum en bregðast á við því með hringtorgi inni í Dal og aðskilja á bíla og gangandi fólk. �??Nú erum við ekki með þessa hefðbundnu bekkjabíla en í staðinn koma strætóbekkjabílar sem henta betur til flutninga á fólki og bjóða upp á fleiri sæti. �?eir fara bæði hefðbundna leið og í vesturbæinn sem hentar fólki vel sem gistir á tjaldstæðunum.,�?? sagði Páley sem vill koma því á framfæri að það er bannað að að leggja bílum við hringtorgið framan við hliðin inn í Dalinn þar sem það er ætlað þeim sem sinna fólksflutningum. Bíla sem verður lagt á þessum stað verður þjóðhátíðarnefnd að láta fjarlægja á ábyrgð eigenda. Páley beinir því einnig til þjóðhátíðargesta að nota upplýsta gangbraut frá göngustíg yfir Dalveg að bílastæðum á golfvelli til að takmarka umferð gangandi yfir veginn og tryggja þannig öryggi.