Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekið fyrir erindi frá ÍBV-Íþróttafélagi um leyfi til að stækka bílastæði til vesturs á leiðinni inn í Herjólfsdal. Samþykkt var að stækka þau um 7,5m. til vesturs sem sagt er vera í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags. Ráðið setur skilyrði um að framkvæmd og frágangur verði í fullu samráði við starfsmenn umhverfis-og framkvæmdasviðs. Allur kostnaður vegna framkvæmda leggst á leyfishafa og skal frágangi lokið að fullu eigi síðar en 15. september nk.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmastjóri ÍBV sagði að stækkunin væri um 75 fermetrar og tilgangurinn sé að bæta aðgengi að Herjólfsdal á þjóðhátíð. �??�?að á bæði við fótgangandi gesti og bílaumferð,�?? sagði Dóra Björk. �??Við ætlum að stjórna umferð fólks og bíla þannig að fólk noti merkta göngustíga á leið sinn í og úr Dalnum. Stærsta málið er þó að við ætlum að búa til hringtorg á svæðinu og öll umferð gangandi fólks verður norðan megin við veginn í Dalinn. �?að er stígurinn sem fyrir er og svo hluti af svæðinu norðan megin við snúningsplanið. Verður hann merktur sérstaklega. Allir bílar sem hafa leyfi til að fara inn á hátíðarsvæðið í Dalnum verða að fara um hringtorgið sem á að tryggja öruggari umferð í báðar áttir.�??

Ljóst er að daga bekkjabílanna eru taldir en í staðinn verða notaðir fjórir strætisvagna og til viðbótar er 20 manna bíll á álagstímum. �??Með þessu erum við að fjölga sætum úr 210 í 380 og afgreiðslan á að ganga greiðar. �?að er gengið inn í vagnana að framan og út að aftan sem flýtir fyrir. Rekstraraðilar vagnanan ætla að bjóða upp á tíu miða kort sem flýtir enn meira fyrir. Með þessu teljum við okkur vera að bregðast við þeim tappa sem myndast þegar fólk var að fara heim með börnin eftir brennu, flugelda og Brekkusöng. Vagnarnir taka snúninginn á hringtorginu og þurfa ekki að bakka sem líka eykur öryggið,�?? sagði Dóra Björk að endingu.

Einnig vil ég koma því á framfæri að þegar stikun og tjöldun er þá er fólk hvatt til að nýta neyðarstíg sem er við gamla golfskálann til að fara út úr dalnum, þetta er gert til að tappi myndist ekki við efra svæðið.