Varnarmaðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er farinn til ÍBV á láni frá Fylki en hann mun klára tímabilið með Eyjamönnum.
Hjá ÍBV hittir Stefán fyrir Ásmund Arnarsson sem þjálfaði hann hjá Fylki.
Stefán, sem er frá Selfossi, lék níu leiki með Fylki í Pepsi-deildinni í sumar en hefur ekkert komið við sögu hjá liðinu eftir að Hermann Hreiðarsson tók við því af Ásmundi.
Vísir.is greindi frá