Mikið fjör var í Herjólfsdal í gær en þar var komin saman mikil fjöldi fólks og hafði brekkan stækkað síðan á föstudagskvöldið. Hinir ýmsu listamenn stigu á sviðið, þar má nefna Júníus Meyvant, Amabadama, Nýdönsk, Jón Jónsson og Maus. Á miðnætti var svo stórglæsileg flugelda sýning sem Björgunarfélag Vestmannaeyja sá um. Eftir miðnætti var dansað fram undir morgun. �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði. Hér má sjá afraksturinn.