Góð afkoma er í lundastofninum við Ísland þetta sumarið, einkum á Norður- og Austurlandi. Í Vestmannaeyjum er útlitið þó slæmt. Erpur Snær Hansen, líffræðingur, segir að það sé fullsnemmt að fullyrða að lundastofninn sé að rétta úr kútnum, en árið í ár virðist að minnsta kosti ætla að koma vel út.
�??Í fyrsta lagi er Norðurlandið og Austurlandið að gera það mjög gott í fyrsta skipti. En stóru fréttirnar eru eiginlega Breiðafjörður og Faxaflói. �?ar er varpið loksins að sýna einhvern lit sem virðist ætla að halda,�?? segir Erpur.
Erpur er fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, en hann hefur farið í 12 eyjar í kringum landið, tvisvar á hverju sumri, til að telja lunda. Hann segir að síðustu ár hafi lundavarp misfarist mjög víða um land, en í ár séu talningar að koma betur út.
Kalda vorið spilar inn
�??�?etta eru mestu breytingar sem við höfum séð frá því við fórum að skoða þetta á landsvísu árið 2010. En það er of snemmt að halda það að þetta geti verið eitthvað annað en bara eitt gott ár og svo kemur annað verra á eftir,�?? segir Erpur.
�??�?g held að þetta hafi nú eitthvað með þetta kalda vor að gera kannski,�?? segir Erpur og tekur fram að fyrir vikið sé líklega meira um æti í sjónum.
Afleit staða í Eyjum
Hann tekur fram að það sé einkum Faxaflói og Breiðafjörður sem komi á óvart. Lundavarp á Norður- og Austurlandi byrjaði að rétta úr kútnum árið 2012. Hins vegar hefur staðan á Suðurlandi verið afleit og lundar í Vestmannaeyjum hafa varla komið upp ungum síðastliðin 12 ár.
�??Suðurlandið virðist vera við svipaðan gír. �?ó það sé kannski aðeins skárra en í fyrra, þá er það ekki að gera sig sko. �?etta er þrettánda árið í röð sem það er viðkomubrestur í Vestmannaeyjum og reyndar á öllu Suður- og Vesturlandi,�?? segir Erpur.
Erpur hefur áður sagt að það sé óskynsamlegt að heimila lundaveiðar á Suðurlandi eins og staðan er á stofninum. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samt ákveðið að leyfa lundaveiði í Vestmannaeyjum þrjá daga þetta sumarið.
Ruv.is greindi frá