Marta Möller lagði fram nauðgunarkæru á �?jóðhátíð fyrir níu árum og segir hún mikla fjölmiðlaumfjöllun strax í kjölfar kæru hennar hafa reynst henni erfið. �?egar brotið var aftur á Mörtu árið 2013, nú í miðbæ Reykjavíkur, óttaðist hún að kæra þar sem hún vildi ekki þurfa að sjá fjallað um mál sitt í fjölmiðlum áður en hún fengi tækifæri á að jafna sig á því sem gerst hafði.
Marta sagði sögu sína á Facebook, færsluna má sjá hér að neðan, þar sem hún hefur fyllst reiði vegna umræðunnar um ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, um að upplýsa ekki um kynferðisbrot á �?jóðhátíð.
�??Mér finnst Páley vera að gera svo rétt,�?? segir Marta í samtali við Vísi. �??Hún er bara að hugsa um hagsmuni þolenda, það liggur ekkert annað að baki hjá henni. �?g hef lent í þessu tvisvar sinnum á ævinni og ég fann hvað það var miklu auðveldara að takast á við það í seinna skiptið þegar fréttaflutningur var ekki eins mikill. Bara ein frétt og búið.�??
Marta, sem er úr Vestmannaeyjum, fædd og uppalin, en þekkir Páley sjálfa ekkert persónulega, fór á �?jóðhátíð árið 2006, þá sextán ára, og lenti í því á laugardeginum að tveir menn réðust á hana. �?etta var hennar fyrsta �?jóðhátíð þar sem hún var með áfengi um hönd.
Tjáði sig ekkert í þrjá daga
�??�?etta skeði um nóttina, um eitt fjörtíu. Sem betur fer hleyp ég framhjá tjöldunum og í tjaldið til mömmu og pabba og er komin í fangið á þeim stuttu síðar. �?g næ að æla út úr mér hvað gerðist og mamma, sem drekkur ekki, keyrir mig beint upp á lögreglustöð. Ferlið fer strax í gang, skýrslutaka og ég var flutt suður á spítala. �?egar við erum lent í bænum klukkan átta tuttugu er þetta strax komið í fjölmiðla,�?? útskýrir Marta.
Henni var hleypt heim af spítalanum sama dag og fer heim til frænku sinnar sem býr í Reykjavík. �??�?g sest niður fyrir framan sjónvarpið og þá þarf ég að sjá þessa frétt. �??Ung stúlka flutt suður..�??. Á meðan ég er að reyna að jafna mig þá er þetta bara gargandi allt í kringum mig. �?etta hægði bara á öllu ferlinu. �?g sökk í sófann og tjáði mig ekki í þrjá daga.�?? Marta lýsir því hvernig henni hafi þótt sem fjölmiðlar hafi tjáð fyrir hana nokkuð sem aðeins var fyrir hana að tjá sig um.
�??�?g er ekki að segja að þeir sem lendi í nauðgun eigi að hafa þögn um það sem gerðist. En við eigum að fá að stjórna því sjálf hvenær okkar saga kemur fram. Páley er að gera alveg rétt með því að leyfa rannsókninni að fara í gang.�??