ÍBV tók á móti Aftureldingu í Pepsi deild kvenna í dag. ÍBV var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu stelpurnar sannfærandi 5-1.
ÍBV tóku öll völd á vellinum strax frá upphafi. Cloe Lacesse setti boltann í netið á 12. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu Kristínar Ernu Sigurlásdóttur sem átti sendinguna á Cloe. Stuttu síðar var aftur samspil milli Kristínar og Cloe en þær náðu virkilega vel saman í dag, en Kristín rétt missti af fyrirgjöfinni frá Cloe þar sem hún hafði sett boltann í gegnum klof markvarðarins og Kristín Erna var með autt mark fyrir framan sig.
Fyrsta markið kom svo á 17 mínútu og það lá svo sannarlega í loftinu. Kristín Erna sendi þá góðan bolta á Cloe sem sett hann frábærlega í netið. Annað mark leikins kom þremur mínútum síðar, þar var að verki Díana Dögg Magnúsdóttir eftir sendingu frá �?órhildi �?lafsdóttur. Cloe Lacasse var að spila virkilega vel í dag, hún komst í algjört dauðafæri þegar hún var komin fram hjá öllum varnarmönnum Aftureldingar en setti boltann beint á markmann gestanna. Kristín Erna fékk frábært færi á 31 mínútu en setti boltann í stöngina, fimm mínútum síðar fékk Kristín Erna frábæra sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar og setti boltann fram hjá markverðinum, 3-0. Cloe kórónaði svo flottan fyrri hálfleik með að skora sitt annað mark rétt undir lok fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. Nóg var af flottum færum í dag hjá ÍBV og hefði forskot þeirra getað verið mun meira í hálfleik en staðan var 4-0.
Síðari hálfleikur fór aðeins rólegra af stað en heldur en sá fyrri. Kristín Erna fékk flott færi á 67. mínútu, hún fékk boltann inni í teig, snéri sér á punktinum og skaut en markmaður Aftureldingar varði vel. Stefanía Valdimarsdóttir klóraði aðeins í bakkann fyrir Aftureldingu á 88. mínútu en það dugði skammt því Guðrún Bára Magnúsdóttir skoraði fimmta mark ÍBV mínútu síðar og lokatölur 5-1.
Með sigrinum eru stelpurnar komnar í þriðja sætið með 22. stig en þrettándu umferðinni er ekki enn lokið og getur staðan þá breyst.