ÍBV á tvo glæsilega fulltrúa sem er nú með u-19 ára landsliði Íslands á Heimsmeistaramóti í Rússlandi, þá Hákon Daða Styrmisson og Nökkva Dan Elliðason. Ísland hefur sigrað fyrstu tvo leikina á mótinu og eru í 2. sæti riðilsins. Ísland spilaði fyrsta leik sinn gegn �?ýskalandi þar sem þeir unnu stórsigur 34-26 en �?jóðverjar áttu aldrei séns. Hákon Daði Styrmisson skoraði eitt mark í þeim leik.
Ísland mætti svo sterku liði Spánverja og sigruðu með eins marks mun eftir spennandi leik, 24-25. Hákon Daði setti þrjú mörk þar en yfir allt er hann með 80% skotnýtingu.
Hákon Daði er í hópi þeirra sem hafa spilað flestar mínútur á mótinu eða í 1 klukkustund og 21 mínútu.
Liðið er enn sem komið er ósigrað á mótinu og á góða möguleika að fara áfram í 16- liða úrslitin. Strákarnir gerðu sér glaðan dag og fagnaði liðið sigrinum með því að fara á GusGus tónleika en þeir voru að spila í Ekatarinburg.
Upplýsingar um mótið og tölfræðina fengust inni á vefsíðunni fimmeinn.is en vefsíðan hefur haldið úti glæsilegri umfjöllun um mótið.
Hér má sjá hina hliðina á Nökkva Dan sem birtist á fimmeinn.is.